3.12.2001

Seinni hluti 47. fundar þings Vestur-Evrópusambandsins 3. - 6. desember

Íslandsdeild VES-þingsins heldur til Parísar þar sem seinni hluti 47. þingfundar þings Vestur-Evrópusambandsins (VES-þingið) verður haldinn dagana 3. - 6. desember.

Íslandsdeildin sem sækir þingið er skipað þeim Kristjáni Pálssyni formanni, Katrínu Fjelsted varaformanni og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Það sem hæst mun bera á fundi VES-þingsins að þessu sinni eru viðbrögð Evrópuríkja við hryðjuverkavánni og þróun Evrópusamstarfs í öryggis- og varnarmálum. Fundinn munu ávarpa m.a. Javier Solana, framkvæmdastjóri VES og æðsti yfirmaður öryggis- og varnarmála Evrópusambandsins, og Borís Traíjkovskí, forseti Makedóníu.