13.12.2001

Fundur þingmannanefndar EFTA í Genf 13. og 14. desember

Dagana 13. og 14. desember mun Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA sækja fundi í Genf í Sviss. Íslandsdeildin, sem skipuð er þeim Vilhjálmi Egilssyni formanni, Össuri Skarphéðinssyni, Kristni H. Gunnarssyni varaformanni, Þorgerði K. Gunnarsdóttur og Ögmundi Jónassyni, situr fundi þingmannanefndarinnar með ráðherraráði EFTA.