8.2.2002

Kynningarfundur um starfsemi NORA 11. febrúar

Kynningarfundur um starfsemi NORA fyrir þingmenn Íslandsdeilda Norðurlandaráðs og Vestnorræna ráðsins verður haldinn mánudag 11. febrúar kl. 11.00. NORA er skammstöfun sem stendur fyrir Nordisk Atlantsamarbejde, Norrænu Atlantsnefndina. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og er hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamvinnu. Starfssvæði NORA er Ísland, Færeyjar, Grænland og strandhéruð Noregs.

Kynningarfundinn verður í Austurstræti 14, 4. hæð.