3.6.2002

VES-þing í París 3.-6. júní

Fyrsti hluti þings Vestur-Evrópusambandsins (VES-þingsins) árið 2002 verður haldinn í París dagana 3. - 6. júní nk. Íslandsdeild VES-þingsins mun sækja fundinn en hana skipa þau Kristján Pálsson formaður, Katrín Fjeldsted varaformaður og Lúðvík Bergvinsson.