21.6.2002

Júnífundir Norðurlandaráðs

Dagana 25.-26. júní munu júnífundir Norðurlandaráðs fara fram í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn. Auk hinna hefðbundnu nefndarfunda verður efnt til eins sameiginlegs fundar ráðsins.

Þema fundarins er formennska Dana í Evrópusambandinu (ESB), stækkun ESB til austurs og framtíðarskipan sambandsins og mun Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hafa framsögu.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja júnífundina Ísólfur Gylfi Pálmason formaður, Sigríður Jóhannesdóttir varaformaður, Sigríður Anna Þórðardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Drífa Hjartardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.