7.8.2002

Fundur norrænna þingforseta í Svíþjóð 7.-10. ágúst

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri sækja árlegan fund norrænna þingforseta í Vadstena í Svíþjóð dagana 7.-10. ágúst. Að þessu sinni munu þingforsetar Norðurlanda meðal annars ræða þróun nefndastarfs í þjóðþingunum, hlutverk þingforseta, norrænt samstarf í alþjóðastarfi þinganna og hlutverk þjóðþinga í nýrri skipan Evrópumála.