27.8.2002

Opinber heimsókn forseta Alþingis til Hansaborgarinnar Brima 28. ágúst-1. september

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, munu ásamt fimm manna sendinefnd halda í opinbera heimsókn til Hansaborgarinnar Brima dagana 28. ágúst til 1. september í boði fylkisstjórnar Brima. Í ferðinni mun sendinefndin hitta ráðamenn í Brimum og Brimarhöfn.

Í heimsókninni mun sendinefndin m.a. eiga fundi með Christian Weber, forseta borgarstjórnar Brima, Jörg Schultz, borgarstjóra Brimarhafnar, og Henning Scherf, borgarstjóra Hansaborgarinnar Brima. Þá mun sendinefndin hitta Íslendinga sem reka atvinnustarfsemi í Brimum og eiga fund með fulltrúum verslunarráðs Brima og Brimarhafnar. Með Halldóri Blöndal og eiginkonu hans í för verða þingmennirnir Össur Skarphéðinsson, Guðjón Guðmundsson, Ísólfur Gylfi Pálmason og Árni Steinar Jóhannsson, auk Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóðasviðs Alþingis.