13.9.2002

Opinber heimsókn forseta neðri deildar ítalska þingsins 13.-15. september

Með ítalska þingforsetanum í för verður öldungadeildarþingmaðurinn Gino Trematerra, auk embættismanna ítalska þingsins. Í heimsókninni mun Pier Ferdinando Casini funda með Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, og eiga fund með Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Þá mun sendinefndin funda með fulltrúum þingflokka. Laugardaginn 14. september mun sendinefndin halda í skoðunarferð um Þingvelli, Gullfoss og Geysi.