16.9.2002

Opinber heimsókn forseta neðri deildar írska þingsins 16.-20. september

Fyrstu tvo daga heimsóknarinnar mun Rory O'Hanlon og sendinefnd írska þingsins ferðast um Norðausturland. Miðvikudaginn 18. september mun írski þingforsetinn þiggja hádegisverð á Þingvöllum í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Þá mun sendinefndin halda í skoðunarferð um írskar söguslóðir á Akranesi og Kjalarnesi. Fimmtudaginn 19. september mun Rory O'Hanlon heimsækja Alþingishúsið og eiga fundi með fulltrúum þingflokkanna. Opinberri heimsókn forseta írska þingsins lýkur föstudaginn 20. september.

Með írska þingforsetanum í för verður varaforseti neðri deildar írska þingsins, Séamus Pattison, og þingmennirnir Seán Power, Noel Grealish, John Deasy, Paudge Connolly, John Dardis og Frank Feighan, auk Cáit Hayes, starfsmanns írska þingsins.