6.10.2002

Heimsókn þingmanna frá Kúveit 7. október

Þingmenn frá Kúveit heimsækja Alþingi mánudaginn 7. október og eiga fundi með fulltrúum þingflokka og utanríkismálanefndar. Þeir snæða hádegisverð með þingmönnum úr Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins. Þingmennirnir frá Kúveit munu jafnfram skoða Alþingishúsið og fylgjast með þingfundi síðdegis.