5.11.2002

Heimsókn færeyskra og grænlenskra þingmanna 5.-8. nóvember

Færeyskir og grænlenskir þingmenn sem sæti eiga á danska þinginu eru í heimsókn á Íslandi 5.-8. nóvember. Þeir eiga fundi með fulltrúum utanríkis- og samgönguráðuneyta og Ferðamálaráðs 5. nóvember. Þingmennirnir heimsækja Alþingi 6. nóvember, hitta forseta Alþingis og funda með utanríkismálanefnd og Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins. Enn fremur eiga þeir fund með Sigurði Líndal lagaprófessor. Þann 7. nóvember heimsækja þeir Þingvelli, varnarstöðina í Keflavík og Bláa Lónið.
Frekari upplýsingar fást hjá alþjóðasviði skrifstofu Alþingis.