18.11.2002

Fundur þingmanna með fulltrúa Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna 19. nóvember

Fulltrúar utanríkismálanefndar, Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins og Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins munu eiga fund með fulltrúa Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna þriðjudaginn 19. nóvember. Á fundinum mun fulltrúi Mannfjöldasjóðsins kynna starfsemi sjóðsins og ræða við þingmenn um þróunaraðstoð.