22.11.2002

Fundur forseta vestnorrænu þinganna 22.-25. nóvember

Dagana 22.-25. nóvember verða hér á landi í boði forseta Alþingis, Halldórs Blöndals,
forseti færeyska lögþingsins, Edmund Joensen, og forseti grænlenska landsþingsins, Daniel Skifte, ásamt embættismönnum.
Forsetarnir hyggjast ræða samstarf þinganna og landanna almennt auk þess sem þeir munu ferðast um Fjarðabyggð og Mjóafjörð til að kynna sér atvinnuhætti og mannlíf á Austfjörðum.