4.4.2003

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU)  í Chile

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) verður haldið í Santiago í Chile 5.-12. apríl.

Fulltrúar Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) sitja 108. þing IPU og tengda fundi í Santiago í Chile dagana 5.-12. apríl. Þingið sækja þingmennirnir Sigríður Ingvarsdóttir og Karl V. Matthíasson. Þess má vænta að stríðið í Írak skyggi nokkuð á önnur mál á þinginu en einnig er búist við miklum umræðum um útbreiðslu kjarna- og efnavopna.