30.6.2003

Fundur vestnorrænna þingforseta á Suður-Grænlandi 1.-4. júlí 2003

Halldór Blöndal forseti Alþingis og Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri sækja fund vestnorrænna þingforseta á Suður-Grænlandi dagana 1.-4. júlí 2003. Að þessu sinni munu þingforsetar Íslands, Færeyja og Grænlands meðal annars ræða starfsemi Vestnorræna ráðsins og mál sem varða vestnorrænu löndin á vettvangi Norðurlandaráðs.