3.7.2003

Sólveig Pétursdóttir fulltrúi Alþingis á afmæli lettneska þingsins 7. júlí 2003

Sólveig Pétursdóttir, 3. varaforseti Alþingis, verður viðstödd hátíðarhöld í Ríga í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá endurreisn lettneska þingsins. Sólveig mun flytja kveðju frá Alþingi við hátíðarathöfn mánudaginn 7. júlí og leggja blóm við minnismerki um frelsisbaráttu Letta.