25.8.2003

Fundur þingforseta Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Litháen

Dagana 25.-26. ágúst stendur yfir árlegur fundur þingforseta Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Palanga í Litháen.
 

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sækir fundinn ásamt starfsbræðrum sínum frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum þremur. Á fundinum verður m.a. rætt um hlutverk þjóðþinganna í stækkaðri Evrópu, norðlægu víddina og aukið samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Auk forseta Alþingis mun Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, sækja fundina í Palanga.