25.9.2003

Heimsókn sendinefndar frá fylkisþingi Kaliforníu 27. september-3. október 2003

Sendinefnd frá fylkisþingi Kaliforníu verður í opinberri heimsókn í boði Alþingis dagana 27. september til 3. október.
 

Fylkisþingmennirnir munu hefja heimsóknina á Akureyri, þar sem þeir dvelja í tvo daga áður en þeir halda til Reykjavíkur. Þeir munu meðal annars kynna sér orkumál, sjávarútvegsmál og almannavarnir. Þingmennirnir verða við þingsetningu 1. október og munu eiga fundi með fulltrúum þingflokka og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þeir munu jafnframt hitta forseta Íslands, forsætisráðherra og forseta Alþingis.