29.3.2004

Heimsókn sendinefndar frá Sádi Arabíu

Sendinefnd frá ráðgjafarþinginu í Sádi Arabíu heimsækir Alþingi 29. mars. Sendinefndin hefur verið á ferð um Norðurlönd að kynna starfsemi ráðgjafarþingsins og er Ísland síðasti viðkomustaður nefndarinnar. Nefndin mun hitta forseta Alþingis og eiga fundi með fulltrúum þingflokka og utanríkismálanefndar.