29.5.2004

Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna heimsækja Bandaríkjaþing 1.-2. júní 2004

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsækir Bandaríkjaþing í Washington ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna 1.-2. júní 2004. Tilgangur heimsóknarinnar er að efla tengsl við Bandaríkjaþing og ræða sameiginleg málefni. Þingforsetarnir átta munu hitta bandaríska þingmenn og embættismenn.

Þingforsetar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna eiga meðal annars fundi með J. Dennis Hastert, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Richard Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og Tom Lantos sem sæti á í utanríkismálanefnd fulltrúadeildarinnar.

Nánari upplýsingar um fundinn fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 563 0622 eða 894 6519.