2.7.2004

Heimsókn sendinefndar frá fylkisþinginu í Brimum 3.-7. júlí 2004

Sendinefnd frá fylkisþinginu í Brimum verður í opinberri heimsókn í boði Alþingis dagana 3.-7. júlí 2004.
 
Heimsóknin hefst á Akureyri þar sem fylkisþingmennirnir dvelja í tvo daga áður en þeir halda til Reykjavíkur. Þeir munu meðal annars kynna sér sjávarútvegs- og viðskiptamál. Þingmennirnir munu eiga fundi með forseta Alþingis, fulltrúum þingflokka og fulltrúum Þýsk-íslenska verslunarráðsins.