8.7.2004

Heimsókn varaforseta kínverska þingsins 9.-12. júlí 2004

Varaforseti kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Halldórs Blöndals, forseta Alþingis, dagana 9.-12. júlí 2004. Í för með Wang Zhaoguo verða fjórir þingmenn og starfsmenn kínverska þingsins og kínverska utanríkisráðuneytisins.

Varaforseti kínverska þingsins mun eiga fundi með forseta Alþingis, formanni utanríkismálanefndar og fulltrúum þingflokka. Hann mun einnig ræða við Ólaf Ragnar Grímsson forseta og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.

Kínverski varaforsetinn mun fara í skoðunarferð um Reykjavík og Suðurland og meðal annars heimsækja Þingvelli og Nesjavelli.

Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 894 6519.