30.8.2004

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn til Svíþjóðar og Álandseyja 30. ágúst til 3. september

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, verður í heimsókn í Svíþjóð dagana 30. ágúst til 1. september í boði forseta sænska þingsins, Björns von Sydow. Fundur þingforsetanna verður í Sigtuna. Halldór Blöndal mun heimsækja háskólann í Uppsölum og ræða við ýmsa forsvarsmenn hans.

Frá Svíþjóð heldur forseti Alþingis til Mariehamn til fundar við forseta þings Álandseyja, Viveku Eriksson. Hann mun eiga fundi með fulltrúum þingflokka og hitta formann Álandseyjadeildar Norðurlandaráðs.

Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 894 6519.