6.10.2004

Heimsókn varaforseta neðri deildar breska þingsins 6.-9. október 2004

Varaforseti neðri deildar breska þingsins, Sylvia Heal, verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Alþingis, dagana 6.-9. október 2004.
 
Varaforseti neðri deildar breska þingsins mun eiga fundi með 1. varaforseta Alþingis, Guðmundi Árna Stefánssyni, fulltrúum þingflokka og formanni Samfylkingarinnar, Össuri Skarphéðinssyni. Hún mun einnig ræða við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra, auk þess sem hún heimsækir m.a. Þingvelli.
 
Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá almannatengsladeild í síma 563 0621.