9.10.2004

Forseti Alþingis við opnun skoska þinghússins

Forseti Alþingis verður viðstaddur hátíðarhöld í tengslum við formlega opnun nýja skoska þinghússins í Edinborg 8.-10. október. Með honum í för er skrifstofustjóri Alþingis Friðrik Ólafsson. Þeir voru jafnframt viðstaddir fyrirlestur sem Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi alþingismaður og verðandi sendiherra í París, hélt um Alþingi og sögu þess í franska Senatinu 6. október sl. í tengslum við íslenska menningarhátíð þar í borg.