20.10.2004

EFTA og EES í nýrri Evrópu - ráðstefna í Reykjavík 21. október 2004

Í ár eru tíu ár liðin frá undirritun samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Til að minnast þessa áfanga bjóða þingmannanefnd EFTA og ráðgjafarnefnd EFTA til ráðstefnu í Reykjavík 21. október 2004. Á ráðstefnunni er fyrirhugað að meta stöðu EFTA og EES með tilliti til nýrra og síbreytilegra viðhorfa í Evrópu eftir stækkun Evrópusambandsins. Meðal ráðstefnugesta eru þingmenn þjóðþinga, Evrópuþingmenn, sveitarstjórnarmenn, fulltrúar hagsmunasamtaka o.fl.

Á ráðstefnunni verður rætt í víðu samhengi um breytingar innan ESB og EES, nýlegar breytingar á samningum ESB og þýðingu þeirra fyrir EES, þróunina í átt að aukinni lýðræðislegri þátttöku og opið samráð við hagsmunaaðila.

Nánari upplýsingar um fundinn fást hjá alþjóðasviði skrifstofu Alþingis í síma 5630 750.