8.2.2005

Nýr framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins samþykkti á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 27. janúar sl. að ráða Þórð Þórarinsson í stöðu framkvæmdastjóra ráðsins frá og með 15. febrúar nk.

Forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins samþykkti á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 27. janúar sl. að ráða Þórð Þórarinsson í stöðu framkvæmdastjóra ráðsins frá og með 15. febrúar nk.

Þórður Þórarinsson er 37 ára og hefur undanfarin tvö ár starfað fyrir upplýsingadeild Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Hann hefur lokið BA-prófi í stjórnmálafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og vinnur nú að lokaritgerð til kandidatsprófs frá sama skóla.

Þórður tekur við starfinu af Ernst S. Olsen, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins undanfarin fjögur ár.

Vestnorræna ráðið er samstarfsvettvangur Alþingis Íslendinga, Landsþings Grænlendinga og Lögþings Færeyinga og eiga þar sæti 6 þingmenn frá hverju aðildarlandi. Skrifstofa ráðsins er í Reykjavík.