20.5.2005

Vinnuheimsókn rússneskra þingmanna 22.-25. maí

Alþingi skipuleggur og annast vinnuheimsókn 19 rússneskra þingmanna sem staddir eru hér á landi í boði Norðurlandaráðs. Ferðin er skipulögð með það fyrir augum að kynna fyrir hópnum skipulag stjórnsýslunnar hér á landi. Hópurinn á fundi með Íslandsdeild Norðurlandaráðs, fulltrúum þingflokka, samstarfsráðherra Norðurlandanna, embættismönnum hinna ýmsu ráðuneyta, auk forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tekur á móti hópnum og á fund með honum í Alþingishúsinu.
 
Í þingmannahópnum eru fulltrúar Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, fulltrúar Sambandsráðsins, efri deildar þingsins, og fulltrúar héraðsdúmanna í Arkangelsk, Múrmansk, Novgorod, Karelíu og Kaliníngrad.