6.6.2005

Þingforseti viðstaddur aldarafmæli sambandsslita Noregs og Svíþjóðar

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, verða viðstödd hátíðarhöld í Noregi 7. júní í tilefni þess að þá er minnst aldarafmælis sambandsslita Noregs og Svíþjóðar og endurreisnar konungdæmis í Noregi. Hátíðarsamkoma verður í þinghúsinu í Ósló. Með þingforseta í för verður Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá almannatengsladeild í síma 563 0622 eða á alþjóðasviði í síma 563 0750.