5.7.2005

Fundur vestnorrænna þingforseta í Þórshöfn í Færeyjum

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sækir árlegan fund vestnorrænna þingforseta 5.-8. júlí nk. Í för með honum eru eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, og Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum. Á fundinum verður rætt um vestnorrænt samstarf, afstöðuna til Evrópusambandsins og samstarf þinganna.