6.7.2005

Fundi vestnorrænna þingforseta frestað

Árlegum fundi vestnorrænna þingforseta, sem fyrirhugaður var í Færeyjum 5.-8. júlí, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Orsök þess að fundinum var frestað er að forseti grænlenska þingsins komst ekki til fundarins þar sem þoka hamlaði flugi milli Grænlands og Færeyja.