7.7.2005

Forseti Alþingis sendi forseta neðri deildar breska þingsins samúðarkveðjur vegna hryðjuverkanna í London

Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, sendi samúðarkveðjur fyrir hönd Alþingis til Michaels Martin, forseta neðri deildar breska þingsins. Forseti Alþingis sagði Íslendinga slegna yfir hryðjuverkunum í London. Hann vottaði Bretum samúð sína og sagði Íslendinga hugsa hlýtt til bresku þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum.