13.9.2005

Ávarp forseta Alþingis, Halldórs Blöndals, á 2. heimsráðstefnu forseta þjóðþinga í New York 7.-9. september 2005

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, flutti ávarp á 2. heimsráðstefnu forseta þjóðþinga sem haldin var í New York dagana 7.-9. september sl. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á hlutverk þjóðþinga í alþjóðlegu samstarfi og ræddi sérstaklega um nauðsyn þess að stjórnvöld brygðust við loftslagsbreytingum á norðurslóðum. Hann lagði áherslu á frjálsar kosningar og sagði að þjóðþing væru því aðeins lýðræðislega kjörin að þau endurspegluðu samfélagið allt.