28.9.2005

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna heimsækja Úkraínu 30. september 2005

Föstudaginn 30. september 2005 munu þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna eiga fund með þingforseta Úkraínu, Volodymyr Litvin, og öðrum forustumönnum úkraínska þingsins til að kanna með hvaða hætti þessi þing geti stutt þing Úkraínu í lýðræðisþróuninni. Þingforsetarnir munu jafnframt eiga fund með forseta Úkraínu og forsætisráðherra.
 
Af hálfu Alþingis sækir fundinn Þuríður Backman varaforseti og í för með henni verður Þorsteinn Magnússon, forstöðumaður almennrar skrifstofu Alþingis.
 
Nánari upplýsingar veitir alþjóðasvið Alþingis í síma 5630500.