23.10.2005

57. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 25.-27. október

57. þing Norðurlandaráðs er haldið í Reykjavík 25.-27. október nk. Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, og forseti Norðurlandaráðs, Rannveig Guðmundsdóttir, fluttu opnunarávörp þingsins. Rannveig Guðmundsdóttir stýrir þinginu. Á þinginu eru fjölmörg mál til umfjöllunar, t.d. landamæralaus Norðurlönd, Norðurskautssamstarf, norræn menningarstefna, jafnrétti og mansal. Forsætisráðherrar Norðurlanda og utanríkisráðherrar flytja þinginu skýrslur og samstarfsráðherrar sitja fyrir svörum.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs skipa Jónína Bjartmarz, formaður, Drífa Hjartardóttir, varaformaður, Ásta R. Jóhannesdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson og Steingrímur J. Sigfússon.