22.1.2006

Forseti Alþingis sækir fund norrænna þingforseta með forsætisnefnd Norðurlandaráðs og heimsækir norska Stórþingið 23.-24. janúar 2006

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sækir fund norrænna þingforseta með forsætisnefnd Norðurlandaráðs 23. janúar í Ósló. Á fundinum verður rætt um starfsemi Norðurlandaráðs og áherslur í starfi ráðsins næsta árið. Að fundinum loknum mun forseti Alþingis eiga tvíhliða fund með forseta norska þingsins og kynna sér ýmsa þætti í starfi Stórþingsins.