28.2.2006

Forseti Alþingis sækir fund Alþjóðaþingmannasambandsins um jafnréttismál

Alþjóðaþingmannasambandið heldur þingmannafund 1. mars í New York. Fundurinn ber heitið Jafnrétti kynjanna - framlag þjóðþinga. Auk forseta Alþingis, Sólveigar Pétursdóttur, munu Ásta Möller, formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins og Jóhanna Sigurðardóttir, 4. varaforseti Alþingis, sitja fundinn.