29.5.2006

Fundur þingforseta aðildarríkja Evrópuráðsins 30.-31. maí í Tallinn

Rannveig Guðmundsdóttir, 1. varaforseti Alþingis, sækir fund þingforseta aðildarríkja Evrópuráðsins 30.-31. maí í Tallinn. Á fundinum verður fjallað um fjölþjóðasamstarf þinga og aðgerðir til að styrkja lýðræði. Með Rannveigu í för verður Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.