30.5.2006

Varaforseti Alþingis flytur ræðu á fundi þingforseta aðildarríkja Evrópuráðsins í Tallinn

Rannveig Guðmundsdóttir, 1. varaforseti Alþingis, situr nú fund þingforseta aðildarríkja Evrópuráðsins í Tallinn, en á fundinum er fjallað um fjölþjóðasamstarf þinga og aðgerðir til að styrkja lýðræði. Rannveig hélt í dag ræðu þar sem hún lagði m.a. áherslu á mikilvægi þjóðþinga, ekki síður en ríkisstjórna, við að byggja brýr á milli þjóða og menningarsvæða, vinna að framgangi lýðræðisins og taka þátt í gerð alþjóðasamninga. Mjög jákvætt væri að jafnt þingmenn stjórnar sem stjórnarandstöðu hefðu tækifæri til að hafa áhrif á sviði utanríkismála. Hún nefndi í þessu sambandi baráttu Eystrasaltsríkja fyrir sjálfstæði og hversu stórt hlutverk þingmenn á Norðurlöndum og Norðurlandaráð hefðu leikið í endurreisn lýðræðis í löndunum þremur.

Gleðileg jól.