31.5.2006

Rannveig Guðmundsdóttir, 1. varaforseti Alþingis, viðstödd 100 ára afmæli finnska þingsins

Rannveig Guðmundsdóttir, 1. varaforseti Alþingis, og Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, verða fulltrúar Alþingis við hátíðarhöld 1. júní í Helsinki í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að finnska þingið hóf störf í núverandi mynd.