5.6.2006

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins 6.-9. júní 2006

Vestnorræna ráðið heldur árlega þemaráðstefnu 6.-9. júní í Maniitsoq á Grænlandi. Málefni vestnorrænna ferðamála og ferðaþjónustu auk samstarfs vestnorrænu landanna í ferðamálum verða til umræðu á ráðstefnunni. Fyrir hönd Alþingis sækja ráðstefnuna Halldór Blöndal, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Helgi Hjörvar, Magnús Stefánsson, Sigurjón Þórðarson og Sigurrós Þorgrímsdóttir. Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, flytur auk þess erindi á ráðstefnunni.