6.6.2006

Íslandsdeild IPU heimsækir Bretland 6.-9. júní

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) heimsækir breska þingið í boði Bretlandsdeildar IPU dagana 6.-9. júní. Í sendinefndinni eru þingmennirnir Ásta Möller, Kristján Möller og Arnbjörg Sveinsdóttir.

Sendinefndin á viðræður við 1. varaforseta breska þingsins, utanríkismálanefnd, Bretlandsdeild IPU, vináttuhóp breska þingsins við Ísland, þingmenn sem hafa áhuga á sjávarútvegsmálum og fleiri þingmenn. Sendinefndin hittir enn fremur háttsetta menn úr fjármálageira bresks atvinnulífs, heimsækir BBC og barnaspítala.

Íslenska sendinefndin situr hádegisverð í boði bresku ríkisstjórnarinnar og fylgist með fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu.