24.6.2006

Heimsókn varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins til Íslands 25.-28. júní 2006

Varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins, Zhang Meiying, kemur í heimsókn til Íslands 25.-28. júní nk. Í för með henni verður sjö manna sendinefnd. Zhang Meiying mun eiga fundi með forseta Íslands, forseta Alþingis og félagsmálaráðherra. Þá heimsækir hún Þingvelli og fer í skoðunarferð um Suðurland og Reykjanes.