3.7.2006

Ársfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Brussel 3.-7. júlí

Meginviðfangsefni ársfundar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu sem haldinn er í Brussel 3.-7. júlí verður styrking mannöryggis, þ.e. vernd einstaklinga og öryggi þeirra. Þingmenn frá rúmlega 50 aðildarríkjum stofnunarinnar taka þátt í ársfundinum. Pétur H. Blöndal, Dagný Jónsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir sækja fundinn fyrir hönd Alþingis.