31.7.2006

Þingmannaráðstefna um norðurskautsmál

Áhrif aukinna siglinga um norðurskautssvæðin verða meðal umræðuefna á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál sem fram fer í Kiruna í Svíþjóð 2.-4. ágúst 2006. Auk þess verður rætt um alþjóðaár heimsskautasvæðanna 2007 til 2008 og möguleika á lagalega bindandi samningi fyrir norðurskautið. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar, Jón Kristjánsson og Björgvin G. Sigurðsson sækja ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis.