31.7.2006

Forseti Alþingis á Íslendingadeginum í Gimli

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, verður ásamt eiginmanni sínum, Kristni Björnssyni, heiðursgestur á Íslendingadeginum í Gimli í Manitoba í Kanada og flytur ræðu á hátíðinni. Þá mun forseti Alþingis ferðast víða um Íslendingaslóðir í Manitoba, heimsækja íslenskudeild Manitoba-háskóla í Winnipeg og íslenska bókasafnið við háskólann. Auk þess mun forseti Alþingis hitta m.a. að máli forsætisráðherra Manitoba, forseta fylkisþingsins og menntamálaráðherra fylkisins. Heimsóknin stendur frá 1.-7. ágúst.