17.8.2006

Ársfundur Vestnorræna ráðsins

Ferðamál, loftslagsbreytingar og umhverfismál verða til umræðu á ársfundi Vestnorræna ráðsins sem fram fer í Þórshöfn í Færeyjum 18.-22. ágúst. Þingmenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi sækja fundinn. Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson og Sigurrós Þorgrímsdóttir taka þátt í ráðstefnunni fyrir hönd Alþingis. Á fundinum verður einnig rætt um fríverslunarsamninga, stöðu kvenna, heilbrigðismál og aukna samvinnu milli Vestnorræna ráðsins og Norðurlandaráðs.