24.8.2006

Fundur norrænna þingforseta í Helsinki

Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, sækir fund norrænna þingforseta í Helsinki 25. ágúst, ásamt skrifstofustjóra Alþingis, Helga Bernódussyni. Þingforsetarnir munu meðal annars ræða um starfsemi Norðurlandaráðs, samstarf við þing Eystrasaltsríkja, meðhöndlun alþjóðamála í þingunum og málefni ESB.