1.9.2006

Þingmannaráðstefna Eystrasaltssvæðisins haldin í Reykjavík 4. og 5. september

Á annað hundrað þingmenn þjóð- og héraðsþinga Rússlands, Þýskalands, Póllands, Eystrasaltsríkjanna og Norðurlanda, auk fulltrúa ýmissa hagsmunaaðila, sækja þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins á Hótel Nordica 4. og 5. september.
Ráðstefnan er helsti samstarfsvettvangur norður-evrópskra þingmanna og hefur verið leiðandi í styrkingu svæðisbundins samstarfs við Eystrasaltið og í Norður-Evrópu frá lokum kalda stríðsins.
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, setur ráðstefnuna sem að þessu sinni fjallar um málefni hafsins, m.a. áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi þess, ekki síst á norðurslóðum.