6.9.2006

Heimsókn fyrrverandi forseta öldungadeildar japanska þingsins til Íslands 7. september 2006

Hópur Japana, undir forustu Yoshihiko Tsuchiya, fyrrverandi forseta öldungadeildar japanska þingsins og fyrrum fylkisstjóra Saitama-fylkis, kemur í heimsókn í Alþingishúsið fimmtudaginn 7. september kl. 14:15. Tilefni heimsóknarinnar er 50 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Japans. Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, tekur á móti Yoshihiko Tsuchiya og fylgdarliði í Alþingishúsinu.